Our Artists in Residency in Oct. 2021:  Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Liv Nome.

1-31 oct. One month residency at Artak 350 Grundarfjordur West Iceland

where we have worked with pre-productions of new performances and video- installations in addition to prepare for performances with SACRED.

https://artak.is/sacred-flora-by-thora-solveig-bergsteinsdottir-og-liv-nome/

The SACRED work has developed during the last years, and we have had invitations for doing three multimedia performances during this month which we have called SACRED FLORA.

 

Performances:

7. Oct. Opening performance with SACRED FLORA  at A! Performance Festival Akureyri

https://fb.me/e/1BkzfrDg8

16. Oct. Performance at Sequences Festival Off Venue program in Reykjavik at Artak105 Gallery

https://sequences.is/exhibitions/sacred-flora/

27. Oct. Rökkurdagar Festival in Grundarfjordur  at the venue Sögumidstödin

https://www.facebook.com/events/4474028919310614/

28. oct.  Exhibition with video installation at Sögumidstödin

During the month we have been mentioned in the radio and TV- RÙV!  for the promotion of A! Performance festival. We had an interview in the West-Iceland newspaper Skessuhorn: https://skessuhorn.is/2021/10/26/sacred-flora-synt-a-rokkurdogum/  and a live interview for the local website by the Mayor of Grundarfjordur on the performance day 27. oct.

The performances are supported by the Norwegian Counsil of art – Kulturrådet Is/No samarbeid.

Sacred Flora
Listakonurnar Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Liv Nome, kynna hluta af verkum sínum á listahátiðinni Rökkurdagar á Grundarfirði með áherslu á myndbands innsetningu með hljóði.
Gjörningurinn Sacred er samvinnuverkefni Þóru Sólveigar Bergsteinsdóttur og Liv Nome síðan 2016. Vídeóverk þeirra Standing verður sýnt ásamt tónlistar- og vídeóverkinu Flora eftir Liv Nome saman með nýju efni frá Grundarfirði. Þetta er samtvinnað við verkið Sacred sem var frumsýnt á A! Gjörningahátíð 2017.
Sacred Flora var frumsýnt sem opnunargjörningur á A! Gjörningahátíð 7. október 2021 og mikilvægur hluti af innsetningunni fyrir gjörninginn þar, voru munir frá hafinu eftir Lene Zachariassen listakonu á Hjalteyri.
Listakonurnar tóku einnig þátt í videolistahátíðinni Sequences Art Festival, X 2021, Off Venue 16. október. Þóra Sólveig og Liv kynntu þar aðal myndbandverk sitt úr Sacred Flora og voru með lifandi gjörning. Staðsetningin var í Artak105 Gallery í Reykjavík, með stuðningi frá Artak ehf.
Liv Nome um verkið Flora: „Tónlistar- og vídeóverkið Flora sýnir m.a. náttúruna í mínu nánasta umhverfi og samanstendur að mestu af upptökum sem gerðust af sjálfu sér eftir því hvað var í gangi í kringum mig þegar ég var að vinna að verkefninu. Mig langar að setja fram þá kenningu að þegar við leyfum okkur að nálgast náttúruna með kærleika, þá mun okkur langa til að hugsa vel um hana.“
Listakonurnar dvelja um þessar mundir í vinnustofunni Artak350 á Grundarfirði og halda þar áfram samstarfi sínu.
Standing hljóð- og myndbandsverk er innblásið af eldra verki Þóru Sólveigar sem heitir Her eða hún/hér gert í Noregi þar sem hún bjó og starfaði í nokkur ár. Her er sálfræðilegt verk um öfluga villta náttúru sem endurspeglast í mannlegu eðli.
Þóra og Liv eru í Standing með nærveru við foss í öflugri náttúru Norðurlands. Tilvistarástand þeirra táknar möguleikann á því að sameinast náttúrunni til að upplifa gjöf lífsorkunnar beint ef við veljum það. Verkið sýnir einnig hvatningu þeirra til að standa með náttúrunni sem pólitísk hreyfing og sem mikilvægur þáttur í því hver við erum sem manneskjur í náttúrunni.
Sea er nýtt myndbandsverk í þróun frá Grundarfirði á Snæfellsnesi og er hluti af sviðsmyndinni fyrir lifandi framkomu þar sem Liv leikur á blásturshljóðfærið Melodica og Þóra Sólveig leikur á Langreyður reðurskinn trommu, sem Lene Zachariassen gerði, til að vekja tilfinningu fyrir stórkostlegum verum djúphafsins.

Flora er tónlistar- og myndbandsverk eftir Liv og inniheldur senur úr náttúrulegu umhverfi hennar í Oslófirðinum og samanstendur aðallega af handheldum sjálfsprottnum upptökum.