Sektarkennd þess að vera // Guilt of being
Einkasýning Regns Sólmundar Evu

opnar í Artak105 Gallery, Skipholti 9 föstud. 29.júlí kl. 13-15.
Einnig verður sýningin opin:
Laugard. 30.júlí kl.17-19.
Sunnud. 31.júlí. 14-18.
Mánud. 1.ágúst. 14-18
///
Sektarkennd þess að vera
Ég er ekki búið að svara þessum tölvupósti.
Sálfræðingurinn minn sagði mér að slaka á. Ég treysti henni til að gefa mér góð ráð og reyni samviskusamlega að fara eftir þeim. Ég sest í sófann og set á þátt sem ég hef horft á að minnsta kosti 7 sinnum áður. Ég horfi á skjáinn og fylgist með hreyfingum og hljóði, en ég á
ennþá eftir að svara þessum tölvupósti, og setja í þvottavél.
Ég fer í sturtu og nota uppáhalds lavender sápuna mína, set á mig andlitsmaska, kveiki á kertum og set á róandi tónlist. En ég á ennþá eftir að svara þessum tölvupósti, setja í þvottavél og vaska upp.
Ég skríð upp í rúm og lykta eins og heilt tún af blómum, með silkimjúka og hreina húð. Ég set á hljóðbók til að sofna við, en ég veit að þegar ég vakna á ég ennþá eftir að svara þessum tölvupósti, setja í þvottavél, vaska upp og klára að skrifa texta, setja upp sýningu, drekka vatn, taka lyfin mín og steypa guði af stóli.
En ég slaka samt á, samviskusamlega, af læknisráði.
Regn Sólmundur Evu (f. 1998) er að fara á útskriftarárið sitt í myndlist við LHÍ í haust. Hán vinnur gjarnan með persónuleg þemu, en sýningin Sektarkennd þess að vera var unnin út frá upplifunum háns að vera í veikindaleyfi seinasta skólaár.
///
(English)
///
Guilt of being
I haven’t responded to this email.
My therapist told me to relax. I trust her to give me good advice, and I try to follow them with a good conscience. I sit down on the couch and put on a show I have seen at least 7 times before. I watch the screen and I take in the movements and sounds, but I still haven’t responded to this email, nor done the laundry.
I take a shower and use my favorite lavender scented soap, put on a facial mask, light candles and put on soothing music. But I still haven’t responded to this email, nor done the laundry, nor done the dishes.
I crawl into bed and smell like a whole field of flowers, with silky smooth and clean skin. I put on an audiobook to fall asleep to, but I know when I wake up I still haven’t responded to this email, nor done the laundry, nor done the dishes, nor written the text, nor put up the
exhibition, nor taken my medicine or overthrown god.
But I still relax, with good conscience, as prescribed.
Regn Sólmundur Evu (b. 1998) is going into their final year of fine art in Iceland University of Arts this fall. They usually work with personal themes, and Guilt of being is the product of them processing being on sick leave the past year.