In the exhibition ÖRYGGI / SAFETY at ARTAK105 Gallery, Skipholti 9. Reykjavík.
Ólafur Sveinsson and Boaz Yosef Friedman bring together paintings which explore everyday imagery as narrative devices. Ólafur’s matchbox series provides glimpses into specific time and place. By capturing spelling mistakes made on the real matchboxes and representations of images in advertisements and brands of its time, a nostalgia is brought into focus. As these images exist in an everyday setting they might easily go unnoticed but instead Ólafur collects them and gives each one space to tell a story and create new context. Boaz’s paintings work in a
similar manner where the visual language of the measurement tools is used to tell stories through scale. He starts with the visual language of height security stickers in public spaces and continues onto obscured and imagined measurements and tools.
The opening for ÖRYGGI / SAFETY will take place on Friday (17.03) between 17:00 – 19:00 at ARTAK105, Skipholt 9, 105 Reykjavík. The exhibition will also be open on Saturday (18.03) and Sunday (19.03) between 13:00 and 17:00.
Boaz Yosef Friedman (b.1994 Guam, USA) studied fine art at the Düsseldorf Art Academy in Germany and the Slade School of Fine Art in London. He has exhibited in Germany, the United Kingdom and Iceland. He is primarily focused in exploring the medium of painting as it infuses calculated means of image-production with tools for self-expression as one copes with absurdities, ironies of living in an urban surrounding. Ólafur Sveinsson (b.1964 Reykjavík, Iceland) studied in Myndlistarskólinn á Akureyri with an exchange in Lahti in Finland. Starting at an early age, Ólafur has been exhibiting his work in Iceland, Denmark and elsewhere abroad since 1984. He is a multi-faceted artist and craftsman with work from oil painting to colleges, prints, wood carving and motorcycle customization and topics ranging from surrealism to Icelandic pop culture – motor fetishism to landscape paintings, which are all made with a unique sensibility of sincerity and humour
Á sýningunni ÖRYGGI / SAFETY í ARTAK105 sýna Ólafur Sveinsson og Boaz YosefFriedman málverk sem skoðar hvernig myndefni úr hversdeginum getur verið frásagnartæki.Eldspýtustokka sería Ólafs leyfir áhorfandanum að skyggnast inn í svipmyndir mismunandistaða og tímabila. Með því að varpa ljósi á stafsetningarvillur ríkisins á stokkunum og mismunandi framsetningar auglýsinga og vörumerkja fanga verkin nostalgíu sérhvers tíma. Þar sem þetta myndefni tilheyrir hversdagslegu umhverfi – eldspýtustokkur ofan í skúffu, uppi á hillu – gæti það farið fram hjá okkur. Í staðinn safnar Ólafur þessum myndum og gefur hverri og einni mynd rými til þess að segja sína sögu og skapa ný samhengi. Málverk
Boazar vinna á svipaðan hátt þar sem myndheimur mælitækja er notaður til þess að segja sögur í gegnum mælikvarða. Hann byrjar á að skoða myndmál hæðarvísa á hurðum í almenningsrýmum og kannar svo ímynduð og ógreinanleg tæki og stærðir í óræðu samhengi.
Sýningin ÖRYGGI / SAFETY opnar föstudaginn 17.mars frá kl.17:00-19:00 í ARTAK105, Skipholti 9, 105 Reykjavík. Sýningin er opin á milli 13:00-17:00 laugardag og sunnudag.
Boaz Yosef Friedman (f. 1994 Guam, USA) lærði myndlist í Kunstakademíunni í Düsseldorf í Þýskalandi og í Slade School of Fine Art í London. Hann hefur sýnt verk í Þýskalandi, Í London og á Íslandi. Hann leggur áherslu á að skoða málverkið sem miðil þar sem að það það býður upp á úthugsaðar aðferðir við myndgerð og tæki til sjálfstjáningar sem nýtast í því að ráða framúr þeim fáranleika og kaldhæðni sem að fylgir því að lifa í borgarumhverfi.
Ólafur Sveinsson (f.1964 Reykjavík, Ísland) lærði í Myndlistarskólanum á Akureyri og í Lahti í Finnlandi. Hann vinnur jöfnum höndum í marga miðla. Hann gerir olíumálverk á striga, einstaka sinnum akrýl, vinnur í vatnsliti, býantsteikningar, tréristur og klippimyndir. Hann sækir innblástur í og vinnur með popp-menningu, landslags verk, súrrealisma og fagurfræði mótor- og véla dýrkunnar. Auk þess að setja stundum saman sérsniðin mótorhjól Ólafur vinnur einnig í við en hann tálgar, sker út og smíðar jöfnum höndum bæði nýja sérhannaða muni sem og eldra íslenskt handverk ls.s aska, spæni, snældur og prjónastokka.. Ólafur hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima ogerlendis frá 1984.