Nýjung hjá Artak! Skapandi sumar námskeið fyrir börn!

 Skapandi sumarnámskeið fyrir börn 7-12 ára.

Námskeið 1:   31.maí – 3.júní. kl.9.30-12.00

Námskeið 2:   7.júní – 10.júní. kl.9.30-12.00

Nemendum er kennt að vinna hugmyndavinnu og koma hugmyndum sínum í  fast efni og form.

Við munum vinna með tvívíð og þrívíð form, leggjum áherslu á endurnýtanleg efni skoða hvernig má nýta t.d. umbúðir og plast í listsköpun. Farið verður í vettvangsferðir í nánasta unhverfi. Kíkt á listsýningar og innblástur sótt í verk sem skoðuð verða þar. Kennt verður hvernig má  rannsaka það smá og stóra í umhverfinu og setja í nýtt samhengi í eigin verkum. Lög verður áhersla á  þann góðan vana að skissað og skrifað í þar til gerðar  skissubækur sem eru innifaldar í námskeiðinu. Krakkarnir koma með létt nesti sem þau fá sér í kaffitíma. Ekki er hægt að fara út að kaupa nesti á meðan á námskeiðinu stendur.

Kennari: Thora Karlsdóttir myndlistamaður.

Námskeiðin verða haldin í Artak Skipholti 9, 105 Reykjavík.

Verð fyrir námskeiðið er 19.900 (Allt efni er innifalið)

Skráning fer fram í gegnum e-mail. Vinsamlega sendið mail á: artak105gallery@gmail.com