LÍFSÞRÆÐIR

Einkasýning Guðbjargar Ringsted

Rauði þráðurinn í lífinu liggur á milli gleði og sorgar. Blómin í málverkum mínum eru oftar en ekki tákn fyrir lífið og líðan. Þau geta dansað kát um myndflötinn, þau standa kyrr og róleg eða drúpa höfði. Lífið er alls konar.

 

 

Opnun: Föstudaginn 26.maí kl. 16.00 -19.00.  Einnig opið: Laugardaginn 27. maí og sunnudaginn 28.maí. kl. 14.00 – 17.00

Guðbjörg Ringsted: Stór hluti af merkilegri sögu okkar er um konurnar sem lögðu gjörva hönd á plóg við menningu og listir, t.d. með saumaskap í þeirri flóru þjóðbúninga sem við íslendingar eigum. Við höfum eflaust sótt innblástur í munstrin frá norrænum þjóðum og seinna meir notað munstur frá Sigurði Guðmundssyni málara.
Í vinnu minni með teikningar (2006 -2007) fóru að mótast lauf og blóm á pappírinn. Ég safnaði úrklippum sem ég gæti hugsanlega nýtt mér og einn daginn rakst ég á mynd af baldýruðum blómum og hugsaði með mér að þetta væru jú líka blóm. Ég hafði í teikningunum gjarnan látið blómin og laufin tvinnast saman og ég áttaði mig á því seinna að ég hafði líklega greypt í huga mér þá sjón þegar frænka mín saumaði í pils bekkinn á 18. aldar búning. Síðan fór ég að mála blómin með akrýlmálningu á striga.
Ég kynnti mér allt efni sem ég komst yfir um munstrin á þjóðbúningum kvenna. Fyrst um sinn var ég mjög trú munstrunum en það kom að því að blómin fengu visst frelsi á myndfletinum. Frelsi til að losna úr sí-munstri þar sem blómin flögra frjáls um myndflötinn. Frelsi til að vera mörg og þétt saman á stórum fleti, allt eftir því hvernig andinn blæs og hugmyndirnar koma.

Guðbjörg Ringsted er fædd á Akureyri árið 1957. Hún stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk námi þaðan árið 1982.
Í fyrstu vann Guðbjörg aðallega með grafík en árið 2007 breytti hún yfir í
akrýlmálverk. Um leið varð aðal viðfangsefni hennar útsaumsblóm líkt
og eru á íslenskum kven-þjóðbúningum; en blómin og jurtirnar fá sitt eigið frelsi á myndfletinum.

Guðbjörg hefur haldið 35 einkasýningar; m.a. í HOFI Akureyri,
Edinborgarhúsinu Ísafirði og Hallgrímskirkju í Reykjavík.

Samsýningarnar eru orðnar 42.

Guðbjörg Ringsted b. Akureyri 1957. After completing her studies at The
Icelandic College of Art and Craft in 1982, Guðbjörg worked mainly as a
printmaker, producing works on paper from etchings, woodcuts and
other traditional methods. By 2007, Ringsted's practice had evolved to
acrylic paintings on canvas. The traditional  embroidered flowers found
on the women's national costume have been the artist's subject matter
and passion to this day. Representing Icelandic women's identity and
history, the flowers are rejuvenated and set free on the canvas.
Guðbjörg has shown her work extensively; 35 solo exhibitions and 42
group exhibitions, as well as having her work appear in various

publications and print.
Sjá nánar / for more information:
www.gudbjorgringsted.is
Facebook: Guðbjörg Ringsted-artist.