N.K. Fimmtudag 2.Des. kl. 16.00-18.00

Aðrir opnunartímar 3.des. föstud. 16.00-18.00 4.des. laugard. 16.00-18.00 10.des. föstud. 16.00-18.00 11.des.laugard. 16.00-18.00 Einnig verður hægt að koma á öðrum tíma í samráði við listamanninn. Vinsamlega hafið samband í síma 6988847Verkin á sýningunni eru flest unnin á þessu ári. Þau eru öll máluð með eggtemperu með víni “patine au vin”og litarefnin eru oft á tíðum unnin úr íslenskri náttúru, s.s eldfjallaösku, mýrarrauða og ýmsum litfögrum steinum. Yrkisefnið er í raun hylling til náttúrunnar og náttúruaflanna.

Guðrún hefur starfað við myndlist og myndlistarkennslu í áratugi og hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.rbenedikta.com