Joris Rodemaker sýnir í Artak105 Gallery í Skipholti 9 Reykjavík!
Joris rannsakar og leikur sér með grundvallarþætti náttúrunnar í listsköpun sinni. Hæfileikinn til að vaxa og aðlagast nýjum aðstæðum er drifkraftur í náttúrunni. Joris hefur unnið lengi með fundna hluti beint úr náttúrunni. Síðustu árin hefur hann notað mikið greinar, tré og rætur. Verkin eru oftast táknræn og túlka og tjá tilfinningar og tengsl manns og náttúru á persónulegan hátt. Á þessari sýningu blandar hann saman pennateikningum á hvítt karton og hvítri málningu á svart karton.
Inná milli pappírsverkanna notar hann fundna lífræna hluti. Verkin eru frá síðustu fimm árum. Sýningin er innsetning.
Joris Rademaker (f. 1958 í Hollandi) stundaði nám í smíðum og myndmennt í Tillburg í Hollandi 1977-83 og myndlist í AKI akademíunni í Enschede í Hollandi 1983-86. Hann flutti til Íslands 1991. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar á Íslandi, í Hollandi, í Svíþjóð og Þýskalandi. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga, s.s. í Listasafni Reykjavíkur og Listasafninu á Akureyri.
Opnunartími:
Sýningaropnun, föstudaginn 8. april kl. 17.00-19.00
Sýningin er opin frá kl.14.00 til 17.00 dagana laugard. 9.april sunnudag 10.april mánudag 11.april og þriðjudag 12.april.
“All what grows, dies”
“In my art creation I research and play with nature´s foundation. To create and listen to my intuition is my way of living and to better understand the environment and life itself. The works are often symbolic and both interpret and express emotions, contact and man´s relationship with nature in personal way. Iceland´s untouched nature is a constant source of inspiration to me.”
Joris Rademaker (born 1958) studied art in Tillburg in the Netherlands 1977-1983 and at AKI, Academie voor Kunst en Industrie, Enschede, The Netherlands, 1983-86. He has held several solo exhibitions in Iceland, the Netherlands, Sweden and Germany. He has also participated in numerous group exhibitions such as at Reykjavik Art Museum and Akureyri Art Museum.