Verið hjartanlega velkomin á Einkasýningu Aðalsteins Þórssonar í Artak105 Gallery Skipholti 9.
18.Nóv-21.Nóv. 2021
Opnunartímar:   Fimmtudagur: 17 – 20 Föstudagur : 17 – 20Laugardagur: 14 – 17  Sunnudagur: 14 – 18
„Einkasafnið”
Er verkefni sem ég byrjaði að vinna að árið 2001 segir Aðalsteinn, þá búsettur í Hollandi. Í þessu verki geng ég út frá því að afgangar neyslu minnar séu menningar verðmæti, á svipaðan hátt og litið er á hafðbundna sköpun, afganga hugans sem menningarverðmæti. Ég leitast við að halda til haga öllu því sem af gengur af minni daglegu neyslu. Vorið 2017 bauðst mér landspilda undir verkefnið u.þ.b 10 km. Sunna

n Akureyrar, í landi Kristness. Ég byrjaði umsvifalaust að byggja Miðstöð Einkasafnsins. Heimili þess þar sem unnið er er að söfnununni, allt efni er hreinsað skráð og safnað. Fyrsti áfangin var opnaður í Júní 2018. Auk söfnunar muna er fylgst er með niðurbroti og öðrum lífrænum ferlum á öllu því sem við kemur söfnuninni og er stunduð skráning á þeim í formi ljósmynda og myndbanda. Þannig vex safnið stöðugt og eykst að innihaldi. Unnið er að því að Miðstöð Einkasafnsins verði sjálfbær eining hvað varðar orkuöflun og meðferð úrgangs. Rafmagn er framleitt með vindrafstöð og umhverfisvænni salernisaðstaða er fyrir hendi. Á þennann hátt er Einkasafninu ætlað að gefa eins heillega mynd af fyrirferð einstaklings í umhverfinu og kostur er og skoða um leið áhrif þessarar fyrirferðar á umhverfið.
Nú hefur Einkasafnið lagst í útrás, og gefst íbúum suðvesturhornsins möguleiki á að sjá muni og skoða gögn úr safninu með eigin augum í ný stofnuðu Gallerýi Artak 105 að Skipholti 9 í Reykjavík.
Aðalsteinn Þórsson er fæddur 20. október 1964 á Kristnesi í Eyjafirði. Hann er þar uppalinn og býr nú aftur síðan á vordögum 2016. Formlegt listnám hóf Aðalsteinn í kringum tvítugt, haustið 1989 hóf hann svo fullt nám í Myndlistaskólanum á Akureyri. Síðan hefur ekki verið aftur snúið við listsköpunina. Hann fór í framhaldsnám í Finnlandi og seinna í Hollandi þar sem hann lauk MFA námi frá Dutch Artinstitute, ArtEz, þá Aki2 í borginni Enchede. Í Hollandi bjó Aðalsteinn og starfaði til ársins 2016, lengst í Rotterdam. Framan af vann hann með ólíka miðla og efni. Hann varð hallur undir hugmyndalist en sýndi um leið mikið efnisnæmi. Söfnunin sem seinna varð að Einkasafninu lét fyrst á sér kræla í kringum aldamótin 2000.